
Sigurbjörg Harðardóttir
Iðjuþjàlfi – fjölskyldufræðingur
Sigurbjörg sinnir einstaklings- og fjölskyldumeðferð. Hennar sérsvið eru meðvirkni og úrvinnsla í kjölfar ofbeldis, markmiðasetning og virkniáætlun, hegðunarvandi barna og unglinga, ásamt fræðsla og stuðningur við fóstur- og stjúpforeldra.
Sigurbjörg útskrifaðist sem iðjuþjálfari árið 2011, að auki hefur hún lokið framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð og í heilbrigðisvísindum, með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi.
Sigurbjörg hefur komið víða við í sínum störfum, sem flest öll snúa að vinnu með fólki, hún hefur starfað sem deildarstjóri í búsetukjarna fyrir fatlaða, verkefnastjóri hjá Aflinu, á BUGL sem verkefnastjóri iðjuþjálfunar sem og í fjölskylduteymi. Samhliða störfum sínum í Strandgötu, starfar hún sem málastjóri í geðheilsuteymi HSN.
Sigurbjörg brennur fyrir að vinna með fólki og leggur ríka áherslu á að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur