
Jóhanna Bergsdóttir
Sálfræðingur
Jóhanna (Jóa) er sálfræðingur sem sinnir meðferð og ráðgjöf við fullorðna og ungmenni vegna áskorana af ýmsu tagi. Þar má nefna tilfinningalegan og geðrænan vanda, áföll, kulnun og lágt sjálfsmat. Hún hefur haldið sjálfsstyrkingarnámskeið og flutt fyrirlestra um m.a. sjálfsálit. Jóhanna býður einnig upp á handleiðslu fyrir ýmsa hópa.
Jóhanna lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri auk kennsluréttinda árið 2007. Hún lauk framhaldsprófi, cand.psych. frá Háskólanum í Árósum árið 2011 og sérnámi í hugrænni atferlismeðferð 2019. Jóhanna hefur einnig lokið námskeiðum í EMDR.
Jóhanna hefur starfað á sálfræðistofu frá árinu 2013 en einnig sitt ráðgjöf og meðferð fyrir Starfsendurhæfingu Norðurlands og Verkmenntaskólann á Akureyri.
Jóhanna leggur áherslu á að mæta skjólstæðingum sínum þar sem þeir eru staddir. Þarfir einstaklinga eru misjafnar og því brýnt að notast við ólíkar en þó sannprófaðar aðferðir.