
Friðný Hrönn Helgadóttir
Sálfræðingur
Friðný er sálfræðingur sem sinnir meðferð og veitir ráðgjöf við allskonar erfiðleikum, m.a. þunglyndi, kvíða, áföllum, átröskun og lágu sjálfsmati. Að auki hefur hún umsjón með ADHD-greiningum fullorðinna.
Friðný útskrifaðist frá Háskóla Íslands, með BA-gráðu í sálfræði árið 2005 og lauk síðar framhaldsnámi frá sama skóla. Hún hefur komið víða við og kynnst margbreytileika lífsins í gegnum störf sín. Hún vann á geðsviði SAk í 10 ár, bæði á fullorðinssviði og í barna- og unglingageðteymi. Friðný starfaði einnig um tíma sem ADHD ráðgjafi fyrir foreldra barna með ADHD.
Friðný hefur verið sjálfstætt starfandi í 10 ár og samhliða því er hún nú í hlutastarfi hjá Barna- og fjölskyldustofu. Hún hefur sinnt margvíslegum námskeiðum og hópmeðferðum í gegnum árin. Friðnýju finnst fátt skemmtilegra en að vinna með fólki, leiðbeina og aðstoða við að finna lausnir í krefjandi aðstæðum.