
Námskeiðslýsing: „Kort að betri líðan – þekking á eigin heilsu “ er hagnýtt námskeið sniðið að fólki sem vilja auka skilning sinn á orsökum vanlíðunar og öðlast verkfæri kortleggja og greina eigin líðan og annarra. Markmiðið er að veita þátttakendum yfirsýn yfir bæði sálrænar og líkamlegar orsakir vanlíðunar, hvernig þessir þættir tengjast og hafa áhrif á líðan.
Leiðbeinandi: Valtýr Aron Þorrason, læknir.
Verð: 25.500 kr. (styrkhæft hjá stéttarfél.)
Staðarnámskeið námskeið: 3.mars og 10.mars (frá kl.9-15) Á staðarnámskeiðum er boðið uppá te og kaffi, ásamt léttum hádegiverði.
Fjarnámskeið: 17.mars (frá kl.9-15)
Staðsetning: STRANDGATA, sálfræði- og fjölskyldumeðferð. Strandgata 51 (á horni Kaldbaksgötu 2) 600 Akureyri
SKRÁNING: strandgata@strandgata.net (fullt nafn, símanúmer og netfang)
Um 100 manns hafa þegar sótt þetta námskeið og 95% þátttakanda gáfu námskeiðinu 5 stjörnur.
Ummæli þátttakanda:
- Mjög áhugavert og hentar öllum. Þetta leið mjög hratt og allir ættu að skella sér því umræðuefnið hentar öllum.
- Frábært yfirlit yfir andlega vanlíðan og þau verkfæri sem við höfum öll á höndum. Hélt athygli minni allan tímann.
- Mjög fræðandi og nauðsynlegt að fara á.
- Mjög fróðlegt, vel upp sett, farið yfir alla þætti sem tengjast heilsu og vellíðan og hjálpar við að kortleggja líf sitt og sjá hvað hægt er að gera til að eiga betra líf.