
Líney Úlfarsdóttir
Sálfræðingur
Líney er sálfræðingur sem veitir greiningu og meðferð fyrir fullorðna einstaklinga, meðal annars vegna kvíða, þunglyndis, lágs sjálfsmats, streitu og kulnunar. Hún hefur jafnframt víðtæka reynslu af ráðgjöf og stuðningi við einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra.
Auk klínískrar meðferðarvinnu hefur Líney sinnt handleiðslu starfsmanna og veitt fræðslu og ráðgjöf hjá fjölmörgum stofnunum og félagasamtökum.
Líney lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og Cand.Psych.-gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2006 og hlaut starfsleyfi sama ár. Hún hefur 20 ára starfsreynslu sem sálfræðingur, lengst af hjá Reykjavíkurborg, þar sem hún starfaði við klíníska þjónustu fyrir fullorðna með sérstaka áherslu á öldrunarmál og velferðarþjónustu.
Líney leggur ríka áherslu á að meðferð byggi á traustri samvinnu skjólstæðings og meðferðaraðila, þar sem unnið er á forsendum þess sem leitar þjónustunnar.