Karen Elsu Bjarna
Sálfræðingur


Karen er sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fullorðinna sem glíma við fjölbreyttar áskoranir, þar á meðal þunglyndi, kvíða, áföll, sjálfsskaða og lágt sjálfsmat. Hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2019 með meistaragráðu í klínískri sálfræði og síðan þá hefur hún komið víða við.

Karen hefur meðal annars starfað á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og sinnt áfallavinnu hjá Stígamótum og Aflinu. Einnig hefur hún starfað hjá skóla- og félagsþjónustu Norðurþings. Auk þess hefur hún unnið hjá Píeta-samtökunum, þar sem hún veitir aðstoð við einstaklinga sem glíma við sjálfsvígsvanda. Með þessu rekur hún sína eigin sálfræðistofu á Húsavík.

Í starfi sínu leggur Karen ríka áherslu á að meðferðin sé einstaklingsmiðuð og að greining á vandamálum fari fram í samvinnu við hvern einstakling. Hún telur mikilvægt að nýta gagnreyndar aðferðir í meðferð, þar á meðal díalíska atferlismeðferð (DAM), hugræna atferlismeðferð (HAM), hugræna úrvinnslumeðferð (CPT) og ACT (sáttar- og atferlismeðferð).

Gildi Karenar í hennar störfum eru traust, hlýja og virðing.


Annað starfsfólk